Lífið

Bernard Hill er látinn

Árni Sæberg skrifar
Hill, vinstra megin, ásamt meðleikurum sínum John Rhys-Davies og Viggo Mortenssen á frumsýningu þriðju myndarinnar í Hringadróttinssöguþríleiknum, Hilmir snýr heim.
Hill, vinstra megin, ásamt meðleikurum sínum John Rhys-Davies og Viggo Mortenssen á frumsýningu þriðju myndarinnar í Hringadróttinssöguþríleiknum, Hilmir snýr heim. Kevin Winter/Getty

Breski leikarinn Bernard Hill leikari er látinn 79 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir leik sinni í Hringadróttinssöguþríleiknum og Titanic.

Breska ríkissjónvarpið greinir frá andlátinu. Haft er eftir Lou Coulson, umboðsmanni Hills, að hann hafi látist snemma í morgun.

Hill fór með hlutverk Þeódens, konungs Rohans, í tveimur seinni kvikmyndunum um Hringadróttinssögu. Þá fór hann með hlutverk Smiths skipstjóra í stórmyndinni um afdrif skipsins Titanic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×